doctor_nurse_confusedDaily Mail birti frétt af konu sem lést 41 árs gömul en hún var greind með hálskirtlabólgu þegar staðreyndin var að hún var með fágæta en svæsna gerð eitilæxlis. Réttarrannsókn leiddi þetta í ljós.

DV fjallaði líka um þetta mál.
Heimilislæknirinn hennar greindi hana með bólginn hálskirtil og sagði að það útskýrði mikla verki sem hún hafði í hálsinum. – Það var ekki fyrr en eftir að konan lést sem í ljós koma að hún var með krabbamein. Tíu læknum á ellefu mánuðum hafði yfirsést að konan var með krabbamein í hálsi.

——

Hér er svo fjallað um danska geðlækninn Arne Mejlhede en hann hefur þótt snöggur að sjúkdómsgreina fólk og jafnvel með mjög alvarlega sjúkdóma.

Hér segir frá konu sem leitaði til Arne vegna kvíða og hræðslukasta en hann greindi hana með geðklofa og ofsóknaræði og lét hana taka inn mikið magn af lyfinu Zyprexa við þessum sjúkdómum sem hún var ekki með, engar rannsóknir voru gerðar þrátt fyrir að konan þyngdist yfir 50 kíló á þremur árum en Zyprexa er þekkt fyrir að valda þyngdaraukningu.

—–oOo—–

Hér fjallar Harpa Hreinsdóttir um geðlækna og sjúkdómsgreiningar, sláandi umfjöllun sem fjölmiðlar og samfélagið allt ætti að setja stækkunargler við afþví að við þurfum að vaxa, við þurfum að læra af mistökum okkar en ekki að fela þau!

—–oOo—–

Í fréttinni sem Daily Mail birti var talað um 10 lækna á 11 mánuðum sem komu ekki auga á hið fágæta mein sem konan var með. Ég ákvað að telja hvað það voru margir læknar í mínu tilviki, 3 heilsugæslulæknar, 3 geðlæknar, 2 taugalæknar, 1 húðsjúkdómalæknir, 1 gigtarlæknir, 1 innkirtlasérfræðingur, 1 meltingarfæralæknir (magaspeglun), 1 háls nef og eyrnalæknir, nokkrir læknar á bráðamóttöku, nokkrir læknar á leitarstöð Krabbameinsfélags íslands og svo voru líka 1 augnlæknir og 1 tannlæknir svo ég telji nú alla með en kannski gleymi ég einhverjum. Þetta gerir þó nokkurn fjölda af læknum sem komu ekki auga á þriðja algengasta krabbamein hjá báðum kynjum fyrr en ég neitaði að fara út af bráðamóttöku og heimtaði almennilega rannsókn á því hvað væri að mér.

Já, ég er illa verkjuð þessa dagana og það er fjári erfitt að halda í góða skapið í þeim aðstæðum!

Sagan endalausa ….. pirrrr!

Advertisements